Erlent

Það er ekki í boði að gera ekki neitt

Birta Björnsdóttir skrifar
Fregnir berast nú af  í Afríkuríkinu Suður Súdan.  Suður Súdan er yngsta sjálfstæða ríki heims, eftir aðskilnað við Súdan í júlí árið 2011. Það er eitt af fátækustu ríkjum heims, en þar búa um 11 milljónir manna. Um 200.000 manns eru nú á vergangi og talið er að allavega þúsund manns hafi látist í átökum undanfarnar vikur.

Uppruna átakanna má rekja til höfuðborgarinnar Juba þegar skarst í brýnu milli hermanna í lífvarðasveitum forseta landsins, en hermennirnir tilheyra sitthvorum þjóðflokknum, annarsvegar Dinka  og hinsvegar Nuer þjóðflokknum.  Átökin hafa síðan breiðst út til annarra borga.

Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, sem tilheyrir Dinka, kennir Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Grunnt hefur verið á því góða milli þeirra lengi en báðir tilheyra þeir Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Baráttan snýst í stuttu máli um yfirvöld í landinu og auðugum olíuindum landsins

Friðarvirðræður stríðandi fylkinga standa nú yfir í Addis Ababa í Eþíópíu en á meðan sáttaumleitanir fara fram, logar ófriðarbálið og óttast menn að þjóðernishreinsanir.

Þá er skemmst að minnast þjóðernishreinsana í Rúganda, þar sem alþjóðasamfélagið var gagnrýnt harðlega fyrir að bregðast ekki við ástandinu.

"Það er ekki í boði að gera ekki neitt," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. "Velferð heillar þjóðar er undir þar með talin velferð tugþúsunda barna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×