Innlent

Saurgerlar í drykkjarvatni barnaskóla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk getur veikst heiftarlega næli það sér í e. coli veiruna.
Fólk getur veikst heiftarlega næli það sér í e. coli veiruna. VÍSIR/GVA
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ráðleggur íbúum sveitarfélagsins Voga að sjóða allt drykkjarvatn eftir að sýni sem tekið var af neysluvatni í Stóru-Vogaskóla reyndist mengað af E. coli saurgerlum.

Gerlarnir fundust við reglubundið eftirlit á mánudag en niðurstöðurnar lágu fyrir í morgun.

Á heimasíðu Matvælastofnunnar segir að ástæður mengunarinnar liggi ekki fyrir, en þó má leiða að því líkur að yfirborðsvatn hafi borist í grunnvatn í þeim miklu rigningum sem voru um síðustu helgi.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja mun ráðast í ítarlegar rannsóknir á neysluvatni í bæjarfélaginu næstu daga og upplýsa um niðurstöður um leið og þær liggja fyrir.

Viðbrögð Heilbrigðiseftirlitsins við mengun af þessu tagi eru samkvæmt fyrirmælum í reglugerð númer 536/2001 um neysluvatn og til þeirra er gripið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Voga, eiganda vatnsveitunnar í Vogum, HS Veitur og rekstraraðila vatnsbóla Vogamanna.


Tengdar fréttir

Stúlkan sem greindist með E.coli á batavegi

Fyrir tæplega þremur vikum veiktist tveggja og hálfs ár gömul stúlka til heimilis á Akureyri af blæðandi garnasýkingu af völdum E. coli bakteríu, sem myndar eiturefni. Stúlkan var meðhöndluð á gjörgæsludeild Landspítalans og er á batavegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×