Innlent

Skipverji á Reykjafossi slasaðist

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Reykjafoss er eitt af flutningaskipum Eimskipa. Myndin er af Goðafossi.
Reykjafoss er eitt af flutningaskipum Eimskipa. Myndin er af Goðafossi.
Björgunarstöðin í Nuuk í Grænlandi fékk aðstoðarbeiðni fyrr í dag frá flutningaskipinu Reykjafossi vegna manns sem hafði mjaðmargrindarbrotnað og er talinn vera með innvortis blæðingar.

Reykjafoss var staddur rúmar 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og var danska varðskipið Triton sent til þess að sækja manninn. Skipin hafa í dag siglt á móti hvort öðru og mun þyrla Triton vera komin að Reykjafossi til að sækja þann slasaða.

Gert er ráð fyrir að komið verði þann slasaða til Reykjavíkur um miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×