„Það líður öllum vel í hjartanu núna“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 19:57 Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“ Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Aðeins tók um hálfa klukkustund að hífa upp tólf hross sem drukknuðu í Bessastaðatjörn á dögunum en starfsmenn Íshesta og félagsmenn sameinuðust í miklu átaki þar í dag til að koma dýrunum undir mold. Við vörum viðkvæma við myndefni sem fylgir þessari frétt. Hestarnir drukknuðu þegar þeir voru á haustbeit á Bessastaðanesinu. Þeir voru á vegum hestamannafélagsins Sóta og Íshesta. Aðeins helmingur dýranna skilaði sér í smölun. Fljótlega kom í ljós aðtólf hestar höfðu drukknað þegar ísinn á Bessastaðatjörn gaf sig, líklegast í óveðrinu í síðustu viku. Eigendur hestanna sem fréttastofa ræddi við í dag og í gær eru harmi slegnir enda bindast menn hestunum oft sterkum böndum. Starfsmenn Íshesta og félagsmenn Sóta vildu losa hræin úr tjörninni sem fyrst en það þurfti að þangað til að lengsta nótt ársins var liðin. Þegar birti til um hádegisbil var ákveðið að ráðast í verkið. Hátt í þrjátíu manns, stór hluti þeirra liðsmenn Íshesta og Sóta, tóku þátt í skipulagningunni og Reykjavík Helicopters bauð fram þjónustu sína, gjaldfrjálst. Vel gekk að losa hræin úr tjörninni og það tók um hálfa klukkustund að færa þau á pall á vörubíl. „Þetta er bara ömurleg sjón,“ segir Jóhann Kolbeins, formaður hestamannafélagsins Sóta. „Og ömurlegt að vita af þeim hérna. Það er gott fyrir aðstandendur hrossanna að vita að við náðum þeim upp og að þeir fá gröf.“ Að öllum líkindum hafa hrossin lent í hrakningum í óveðrinu í síðustu viku og farið út á ísinn í leit að skjóli. Skjól er í raun hvergi að finna á Bessastaðanesinu sem er að mestu leyti flatt. Eigendur hestanna fylgdust með þegar þyrlan flutti hræin úr vökinni og ofan í flutningabíl. Verkið gekk hratt fyrir sig. Fjórir kafarar brutu sig í gegnum ísinn, því næst fóru tveir starfsmenn Íshesta ofaní vökina slógu böndum um hrossin. Einar var einn af þeim sem stjórnuðu aðgerðum á Bessastaðatjörn. Hann er umsjónarmaður hesthúsa Íshesta og átti sjálfur tvo hestanna sem drukknuðu í tjörninni. „Það er bara ánægjulegt að ná þeim upp og koma þeim undir mold,“ segir Einar Þór Jóhannsson, umsjónarmaður hesthúsa Íshesta. „Að þeir séu ekki að liggja hérna í vökinni. En svona er þetta, þaðrættist úr þessu að lokum.“ Hræin voru flutt í urðunarstöðina við Álfsnes. Harmur eigenda varir enn og hægara sagt en gert að halda gleðileg jól undir þessum kringumstæðum. „Það líður öllum vel í hjartanu núna. Hrossin eru komin upp úr vökinni og þá getum við farið að huga að því að veita þeim fallega athöfn,“ segir Jóhann og bætir við að lokum að nú verði haldin gleðileg jól: „Eða eins og við getum allavega.“
Tengdar fréttir Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07 Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. 21. desember 2014 14:07
Stefna að því að sækja hrossin á morgun Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. 21. desember 2014 22:10