Vilja sjálfstæðan Landbúnaðarháskóla á Hvanneyri Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2014 13:19 Vísir/Hörður Sveitarstjórn Borgarbyggðar vill að sjálfstæði Lanbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri sé tryggt. Þá segir í ályktun sveitarstjórnar sem samþykkt var í dag að skólanum þurfi að tryggja aukið fjármagn til reksturs og heimild til að selja eignir. „Skólinn hefur ekki farið varhluta af miklum niðurskurði á síðustu árum sem meðal annars hefur leitt til fækkunar starfa á landsbyggðinni. Áframhaldandi sjálfstæði LBHÍ er ein grunnforsenda þess að það takist að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi á landsbyggðinni,“ segir í ályktuninni. Jafnframt lýsir sveitarstjórn Borgarbyggðar yfir áhuga og metnaði til þess að koma að samtali við ríkisvaldið um eflingu Hvanneyrarstaðar sem háskóla- og fræðastaðar. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar bindur vonir við að ríkisstjórn Íslands muni ötullega framfylgja stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017 sem samþykkt var á síðasta þingi. Þar er m.a. kveðið á um að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins og að staðsetning opinberra starfa verði notuð með markvissum hætti til að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi um land allt.“ Þá fagnar sveitarstjórnin ályktun Hollvinasamtaka LNHÍ sem birt var fyrr í vikunni á vef Skessuhorns.„Stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands fagnar góðu starfi LBHÍ. Stjórnin telur mjög mikilvægt að þetta góða starf haldi áfram íslenskum landbúnaði til heilla. Stjórnin skorar því á mennta- og menningarmálaráðherra og ríkisstjórnina alla að tryggja stöðu skólans sem sjálfstæðrar og öflugrar stofnunar.“ Skessuhorn hefur eftir Þóri Haraldssyni að ekki megi vanmeta mikilvægi framtíðarmöguleika þessa skóla við að kenna fólki að framleiða og afla fæðu. „Það líður ekki á löngu þar til Evrópa verður ekki aflögufær. Mér hefur verið sagt að á hverjum degi bætist 260 þúsund munnar við í heiminum sem þarf að metta. Því er sú menntun sem hefur fengist á Hvanneyri og á öðrum stöðum skólans mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að styrkja hana og efla, til þess að við vitum hvað við getum boðið landinu okkar og umhverfi uppá í nútíð og framtíð.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Sveitarstjórn Borgarbyggðar vill að sjálfstæði Lanbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri sé tryggt. Þá segir í ályktun sveitarstjórnar sem samþykkt var í dag að skólanum þurfi að tryggja aukið fjármagn til reksturs og heimild til að selja eignir. „Skólinn hefur ekki farið varhluta af miklum niðurskurði á síðustu árum sem meðal annars hefur leitt til fækkunar starfa á landsbyggðinni. Áframhaldandi sjálfstæði LBHÍ er ein grunnforsenda þess að það takist að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi á landsbyggðinni,“ segir í ályktuninni. Jafnframt lýsir sveitarstjórn Borgarbyggðar yfir áhuga og metnaði til þess að koma að samtali við ríkisvaldið um eflingu Hvanneyrarstaðar sem háskóla- og fræðastaðar. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar bindur vonir við að ríkisstjórn Íslands muni ötullega framfylgja stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017 sem samþykkt var á síðasta þingi. Þar er m.a. kveðið á um að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins og að staðsetning opinberra starfa verði notuð með markvissum hætti til að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi um land allt.“ Þá fagnar sveitarstjórnin ályktun Hollvinasamtaka LNHÍ sem birt var fyrr í vikunni á vef Skessuhorns.„Stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands fagnar góðu starfi LBHÍ. Stjórnin telur mjög mikilvægt að þetta góða starf haldi áfram íslenskum landbúnaði til heilla. Stjórnin skorar því á mennta- og menningarmálaráðherra og ríkisstjórnina alla að tryggja stöðu skólans sem sjálfstæðrar og öflugrar stofnunar.“ Skessuhorn hefur eftir Þóri Haraldssyni að ekki megi vanmeta mikilvægi framtíðarmöguleika þessa skóla við að kenna fólki að framleiða og afla fæðu. „Það líður ekki á löngu þar til Evrópa verður ekki aflögufær. Mér hefur verið sagt að á hverjum degi bætist 260 þúsund munnar við í heiminum sem þarf að metta. Því er sú menntun sem hefur fengist á Hvanneyri og á öðrum stöðum skólans mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að styrkja hana og efla, til þess að við vitum hvað við getum boðið landinu okkar og umhverfi uppá í nútíð og framtíð.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira