Belgar rifu sig upp á afturendanum í síðari hálfleik gegn Alsír og varamenn liðsins sáu til þess að liðið fékk þrjú stig í leiknum. Lokatölur 2-1 fyrir Belga.
Alsír komst óvænt yfir á 25. mínútu. Þá braut Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham, af sér í teignum og það algerlega að ástæðulausu.
Sofiane Feghouli þakkaði Vertonghen fyrir með því að skora af öryggi úr vítinu. Þetta var fyrsta marki Alsír í 506 mínútur á HM. Talsverður léttir það.
Belgar gátu annars nákvæmlega ekki neitt í leiknum og sköpuðu ekkert. Þeir gátu varla spilað verr í síðari hálfleik.
Enda kom á daginn að Belgarnir rifu sig upp í síðari hálfleik. Það hlógu margir er Marouane Fellaini koma f bekknum á 65. mínútu. Hann gat náttúrulega ekkert með Man. Utd síðasta vetur.
Fellaini þaggaði niður í hlátrinum aðeins fimm mínútum síðar er hann jafnaði leikinn fyrir Belga með stórkostlegu skallamarki.
Annar varamaður, Dries Mertens, kom svo Belgum yfir tíu mínútum fyrir leikslok með góðu skoti í teignum eftir vel útfærða skyndisókn.
Alsír náði ekki að svara og Belgar fögnuðu þrem stigum í leikslok.
