Innlent

Fjölmenn mótmæli í Róm í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Talið er að hátt í ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum.
Talið er að hátt í ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum. Vísir/Getty
Stærsta verkalýðsfélag Ítalíu, CGIL, boðaði til mótmæla í Róm í dag áforma ríkisstjórnar landsins um breytingar á vinnulöggjöf.

Talið er að hátt í ein milljón manna hafi tekið þátt í mótmælunum.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur boðað nýjar reglur sem eiga meðal annars að gera fyrirtækjum auðveldara að reka starfsfólk.

Þessu var mótmælt í dag auk þess sem mótmælendur létu í ljós óánægju sína með atvinnuleysi ungs fólks. Það er nú 44,2% og hefur aldrei verið hærra.

Í frétt BBC kemur fram að ekki er eining innan flokks forsætisráðherrans um boðaðar breytingar á vinnulöggjöfinni en aðstoðarforsætisráðherrann varði aðgerðirnar og sagði þær eigi að stuðla að sköpun nýrra starfa.

Efnahagur Ítalíu hefur farið stöðugt versnandi síðastliðin ár og atvinnuleysi aukist mjög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×