Vel gekk að ferja hundrað þúsund á Menningarnótt ingvar haraldsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Greiðlega gekk að koma ríflega hundrað þúsund manns sem sóttu Menningarnótt í miðbæinn aftur heim. vísir/andri marínó Yfir hundrað þúsund manns sóttu Menningarnótt á laugardaginn. Þegar flugeldasýningunni lauk klukkan ríflega ellefu þurfti að ferja mannfjöldann úr miðbænum. Sextíu vagnar frá Strætó voru notaðir til að koma fólki heim auk þess sem lögreglan var með mikinn viðbúnað. „Það tók um klukkutíma að koma mesta fjöldanum úr bænum. Þetta var komið í eðlilegt helgarástand um klukkan eitt,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa fleiri nýtt sér þjónustu Strætós á einum degi. „Við hefðum þurft að hafa fleiri vagna. Það er búið að ákveða að fjölga í áttatíu vagna eftir flugeldasýninguna á næsta ári,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós. „Við Njarðargötu og Íslenska erfðagreiningu tók þetta lengri tíma en annars staðar. Það lögðu fleiri í vesturhlutanum en austan megin. Borgartúnið hefði getað borið mun meiri umferð,“ segir Árni sem bætir við að heilt yfir hafi dagurinn tekist vel. Þó eru alltaf einhverjir sem ekki vilja hlýða fyrirmælum lögreglu. „Það er alltaf einn og einn sem telur sig yfir lokanir hafinn og ætlar að komast nær. Það eru margir sem hreinlega nenna ekki að ganga.“Árni Friðriksson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að koma fólki úr miðbænum miðað við þann fjölda sem þar var.Rúmlega þúsund fengu sekt Ríflega eitt þúsund ökumenn voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega. „Við komumst bara yfir hluta þeirra sem lögðu ólöglega. Það er bara þannig að umferðarlögin gilda hvort sem það er Menningarnótt eða ekki,“ segir Árni. Þingholtunum var í ár bætt við það svæði sem lokað var fyrir bílaumferð. „Það má segja að öllum miðbænum vestan Snorrabrautar hafi verið lokað,“ segir Árni en að hans sögn var um öryggisráðstöfun að ræða. „Neyðaraðstoð þarf að komast í gegnum Þingholtin ef eitthvað gerist. Sjúkrabílar og slökkviliðsbílar hafa ekki getað það undanfarin ár.“ Einar Bárðarson, einn af skipuleggjendum Menningarnætur, telur það hafa heppnast vel að loka Þingholtunum fyrir bílaumferð. „Fjöldinn dreifðist allt öðruvísi. Með því að stækka lokunarsvæðið dreifðust þyngdarpunktarnir meira. Stemming var afslappaðri og þægilegra að komast á milli staða,“ segir Einar. Strætó bauð í fyrsta sinn á Menningarnótt upp á strætóferðir frá Kirkjusandi og Borgartúni og upp á Skólavörðuholt. Reynir segir mikinn fjölda hafa nýtt sér þá þjónustu. „Við hefðum þurft að bæta við vögnum og byrja að ferja fólk fyrr,“ segir Reynir. Strætó hefur þegar ákveðið að tvöfalda fjölda þeirra vagna sem keyra þessa leið næstu Menningarnótt. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Yfir hundrað þúsund manns sóttu Menningarnótt á laugardaginn. Þegar flugeldasýningunni lauk klukkan ríflega ellefu þurfti að ferja mannfjöldann úr miðbænum. Sextíu vagnar frá Strætó voru notaðir til að koma fólki heim auk þess sem lögreglan var með mikinn viðbúnað. „Það tók um klukkutíma að koma mesta fjöldanum úr bænum. Þetta var komið í eðlilegt helgarástand um klukkan eitt,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa fleiri nýtt sér þjónustu Strætós á einum degi. „Við hefðum þurft að hafa fleiri vagna. Það er búið að ákveða að fjölga í áttatíu vagna eftir flugeldasýninguna á næsta ári,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós. „Við Njarðargötu og Íslenska erfðagreiningu tók þetta lengri tíma en annars staðar. Það lögðu fleiri í vesturhlutanum en austan megin. Borgartúnið hefði getað borið mun meiri umferð,“ segir Árni sem bætir við að heilt yfir hafi dagurinn tekist vel. Þó eru alltaf einhverjir sem ekki vilja hlýða fyrirmælum lögreglu. „Það er alltaf einn og einn sem telur sig yfir lokanir hafinn og ætlar að komast nær. Það eru margir sem hreinlega nenna ekki að ganga.“Árni Friðriksson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að koma fólki úr miðbænum miðað við þann fjölda sem þar var.Rúmlega þúsund fengu sekt Ríflega eitt þúsund ökumenn voru sektaðir fyrir að leggja ólöglega. „Við komumst bara yfir hluta þeirra sem lögðu ólöglega. Það er bara þannig að umferðarlögin gilda hvort sem það er Menningarnótt eða ekki,“ segir Árni. Þingholtunum var í ár bætt við það svæði sem lokað var fyrir bílaumferð. „Það má segja að öllum miðbænum vestan Snorrabrautar hafi verið lokað,“ segir Árni en að hans sögn var um öryggisráðstöfun að ræða. „Neyðaraðstoð þarf að komast í gegnum Þingholtin ef eitthvað gerist. Sjúkrabílar og slökkviliðsbílar hafa ekki getað það undanfarin ár.“ Einar Bárðarson, einn af skipuleggjendum Menningarnætur, telur það hafa heppnast vel að loka Þingholtunum fyrir bílaumferð. „Fjöldinn dreifðist allt öðruvísi. Með því að stækka lokunarsvæðið dreifðust þyngdarpunktarnir meira. Stemming var afslappaðri og þægilegra að komast á milli staða,“ segir Einar. Strætó bauð í fyrsta sinn á Menningarnótt upp á strætóferðir frá Kirkjusandi og Borgartúni og upp á Skólavörðuholt. Reynir segir mikinn fjölda hafa nýtt sér þá þjónustu. „Við hefðum þurft að bæta við vögnum og byrja að ferja fólk fyrr,“ segir Reynir. Strætó hefur þegar ákveðið að tvöfalda fjölda þeirra vagna sem keyra þessa leið næstu Menningarnótt.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira