Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Margrét Steinarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“ Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent