Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Margrét Steinarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Útlendingum reynist erfiðast að fá hér metna menntun sína á heilbrigðissviði, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings og framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Margrét hefur starfað að málefnum innflytjenda síðan árið 2004. Hún kannast við það vandamál sem margir innflytjendur lenda í þegar þeir vilja fá menntun sína metna. Það reynist oft erfitt og taki langan tíma. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hversu erfitt það geti reynst innflytjendum að fá menntun sína metna. „Mannréttindaskrifstofan er með lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Eitt af algengum erindum til okkar er hvernig eigi að fá menntun viðurkennda,“ segir Margrét. „Þegar ég byrjaði að vinna í Alþjóðahúsi 2004 þá virtist þetta vera miklu erfiðara en það þó er í dag. Eitt sem hefur breytt þessu er að margar fagstéttir og iðngreinar hafa tekið upp það sem heitir raunfærnimat. Einstaklingur er settur í slíkt mat og mögulega uppfyllir hann öll skilyrði eða það vantar kannski eitthvað upp á og þá er honum leiðbeint með það og getur þá bætt við menntun sína.“ Erfiðast segir Margrét að fá menntun á heilbrigðissviði metna. „Skýringin gæti verið sú að það þarf auðvitað að gera miklar kröfur þegar við erum að tala um líf og heilsu einstaklinga,“ segir hún og tekur fram að auðveldara sé fyrir þá sem eru menntaðir innan Evrópusambandsins að fá menntun metna, en það geti þó reynst snúið og tímafrekt. Innan EES sé ákveðnum reglum fylgt í þessum málum en þó geti þeir sem komi frá þeim löndum líka lent í vandræðum með að fá menntunina viðurkennda. „Þegar ég starfaði hjá Alþjóðahúsi þá skrifaði ég einu sinni grein og hvatti til þess að það yrðu sömu reglur látnar gilda fyrir þá sem eru utan EES. Sömu leiðbeiningar hvað þurfi að gera, og ef ekki er hægt að veita slíka leiðbeiningu þá eigi einfaldlega að viðurkenna menntun þeirra.“ Margrét segist sammála því að skoða þurfi betur ástæður þess að það geti reynst svo flókið að fá menntunina metna. „Það er mjög gott að þurfa ekki að kosta neinu til og fá fólk til okkar með þessa menntun. Í flestum ríkjum þar sem fólk er með háskólamenntun þá er það fullnægjandi menntun þannig að ég held við þurfum ekkert að vera hrædd við það.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira