Erlent

Þvingað jólabros Tony Blair vekur athygli

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk gerir óspart grín að jólakveðju Blair-hjónanna.
Fólk gerir óspart grín að jólakveðju Blair-hjónanna.
Bros Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, á jólakorti hans og eiginkonunnar Cherie hefur vakið mikla athygli og þykir flestum að honum hafi tekist illa að koma hátíðargleðinni áleiðis.

Blair-hjónin sendu út jólakortið í gær og má sjá hvernig Tony sendur með afskaplega þvingað bros við hlið Cherie.

Myndinni hefur verið dreift á samfélagsmiðlum þar sem forsætisráðherranum fyrrverandi er meðal annars líkt við Orlock greifa í kvikmyndinni Nosferatu og Chandler Bing í þáttunum um Vini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×