Innlent

Húlladúlla og harðsvíraður bófi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Loftfimleikaprinsessan Dimmalimm, sem er listamannsnafn Þórdísar Schram, er aldeilis huguð og sýnir loftfimleika í silki í þriggja til fimm metra hæð.
Loftfimleikaprinsessan Dimmalimm, sem er listamannsnafn Þórdísar Schram, er aldeilis huguð og sýnir loftfimleika í silki í þriggja til fimm metra hæð. Mynd/Daníel
Sirkus Íslands sýnir sýninguna S.I.R.K.U.S. um allt land í sumar en sýningin er hugsuð fyrir börn á leikskólaaldri. Sýningin er um klukkutími að lengd og kennir þar ýmissa grasa – allt frá ósvífnum bófa til loftfimleikaprinsessunnar Dimmalimm.

Á sýningunni verður hið ómögulega allt í einu mögulegt og er hún samansafn af sirkusatriðum víðs vegar að. 

Unnur María Bergsveinsdóttir, betur þekkt sem Húlladúllan í sýningunni, sýnir, eins og nafnið gefur til kynna, list með húllahringjum. Hún lætur þrjá hringi duga að mestu en í lok atriðisins húllar hún þrjátíu hringjum í stutta stund.
Hvar get ég séð S.I.R.K.U.S.?

Sirkusinn skemmtir á eftirfarandi stöðum í sumar:

Reykjavík: 25. júní–13. júlí á Klambratúni

Ísafjörður: 14.–20. júlí á Eyrinni við Ægisgötu

Akureyri: 21. júlí–3. ágúst við Drottningarbraut

Selfoss: 4.–10. ágúst í Sigtúnsgarði

Keflavík: 11.–17. ágúst á Ægisgötu

Reykjavík: 18.–24. ágúst á Klambratúni

Á heimasíðu sirkussins er hægt að nálgast dagatal með öllum sýningartímum. Börn undir 2 ára aldri fá ókeypis inn á S.I.R.K.U.S. ef þau sitja í fangi foreldra eða forráðamanna.

Þeir félagar Bjarni og Jóakim eru límið í sýningunni og binda hana saman með gríni. Þeir kynna hin atriðin til sögunnar og þurfa einnig að kljást við ósvífinn bófa sem hótar að stela sýningunni. Þeir þurfa þó ekki á örvænta því þeir fá góða hjálp frá Spiderman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×