Erlent

Þingmenn leggja til að tunglið verði bandarískur þjóðgarður

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bandaríkjamenn vilja slá eign sinni á tunglið.
Bandaríkjamenn vilja slá eign sinni á tunglið. Vísir/getty
Tveir þingmenn í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt það til að hlutar tunglsins verði gerðir að bandarískum þjóðgarði. Erlendir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að þingmennirnir Donna Edwards frá Maryland og Eddie Bernice Johnson hefðu lagt tillöguna fram. Þau eru bæði þingmenn fyrir flokk Demókrata.

Megin tilgangurinn er að vernda staðina sem Appolo geimförin lentu á, í geimferðum Bandaríkjamanna frá 1969 til 1972. „Einafyrirtæki og önnur ríki geta nú lent á tunglinu. Þá verður mjög mikilvægt að vernda lendingarstaðina,“ segir í tillögunni.

Geimfararnir úr leiðangrinum Appolo 10.Vísir/Getty
Verði tillagan samþykkt mun umsjón þjóðargarðsins á tunglinu vera í höndum NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna og innanríkisráðuneytinu. Í tillögunni segir einnig að ríkið geti tekið við fjárframlögum frá einkaaðilum sem verði notuð til uppbyggingar á aðstöðu fyrir gesti í grennd við þjóðgarðinn. Orðið „grennd“ er þó ekki skilgreint nánar í tillögunni. Verði tillagan samþykkt munu þessi svæði á tunglinu tilheyra þjóðgarðinum innan árs – samkvæmt bandarískum lögum.

Bandaríkjamenn vilja að þetta svæði verði þjóðgarður.Vísir/getty
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×