Waffle House eða Vöffluhúsið eins og það þýðist á íslensku skorar á landsmenn að styðja bandaríska liðið með því að velja ekki morgunmat óvinarins. Waffle House hefur aldrei boðið upp á neitt annað en bandarískar vöfflur en þær eru örlítið öðruvísi en þær belgísku.
Bandaríkin mæta Belgíu í 16-liða úrslitum og hefst leikurinn klukkan 20.00 í kvöld. Leikurinn verður að vanda í beinni textalýsingu á Vísi.
We don't believe in Belgium waffles
— Waffle House (@WaffleHouse) June 30, 2014