Evrópuævintýri Víkings heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Færeysku Víkingarnir voru að vonum sáttir í gær. Heimasíða Víkings Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira