Innlent

Samið eftir 25 klukkustunda fundarhöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIRVILHELM
Sjúkraliðar og félagar í SFR hafa náð samningum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir um þriggja klukkstunda verkfall.

Fundur sjúkraliða í kjaradeilu þeirra við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafði staðið yfir í um 25 klukkustundir.

Var það gert til að binda endi á ótímabundið verkfall sjúkraliða og félaga í SFR á um 20 hjúkrunarheimilum sem hófst sem fyrr segir í morgun.

Samningar voru undirritaðir nú rétt fyrir klukkan ellefu.

Sjúkraliðar hafa beitt sólarhringsverkföllum til að þrýsta á að gengið sé að kröfum þeirra, nú síðast á mánudag.  Kröfðust þeir sömu hækkunar og sjúkraliðar hjá ríkinu fengu með jafnlaunaátaki í fyrra, það er 4,8 prósent.

Þeir vildu jafnframt 2,8 prósenta hækkun eins og aðrir fá með nýjum samningum.

Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, sagði í samtali við Vísi á mánudag að nær engin hjúkrunarheimili innan samtakana munu geta orðið við kröfum Sjúkraliðafélags Íslands um hærri laun afturvirkt fái þau ekki launabætur frá ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×