Innlent

Reynt að tæla börn upp í bíla í Vesturbænum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan beinir því til foreldra að tilkynna strax um það ef grunur vaknar um að reynt hafi verið að tæla barnið þeirra upp í bíl.
Lögreglan beinir því til foreldra að tilkynna strax um það ef grunur vaknar um að reynt hafi verið að tæla barnið þeirra upp í bíl. Vísir/GVA
Í bréfi sem sent hefur verið foreldrum í Vesturbæjarskóla kemur fram að foreldrar hafi sett sig í samband við skólann og lýst áhyggjum af því að ókunnugir menn hafi ávarpað börn þeirra og boðið þeim bílfar.

Segir í bréfinu að skólinn hafi haft samband við lögreglu sem hvetur foreldra til að tilkynna slík atvik eins fljótt og auðið er til lögreglu svo bregðast megi við á viðeigandi hátt. Þá kemur fram að kennarar við skólann muni einnig brýna fyrir nemendum að tala ekki við ókunnuga úti á götu.

Undanfarið hafa ítrekað borist fréttir af því að reynt sé að tæla börn upp í bíla hjá ókunnugum meðal annars með því að bjóða þeim sælgæti.

Í viðtali við Fréttablaðið um þessi mál í síðustu viku sagði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur oft hugmynd fólks um þá sem reyna að tæla börn vera þá að þetta séu gamlir skítugir karlar en svo sé ekki raunin.

„Það kemur oft á óvart að oft eru þetta bara ósköp venjulegir menn, sem eiga jafnvel sjálfir fjölskyldur. En þó er það svo að langfæst kynferðisbrot gegn börnum eru framin af ókunnugum. Þetta eru mjög fá mál en heyrast oft hærra en hin þar sem það eru meiri líkur á að þau komi upp á yfirborðið.“


Tengdar fréttir

Níðingar ekki skítugir gamlir karlar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust að meðaltali fjórar til fimm tilkynningar á mánuði um tilraunir til tælinga á 30 mánaða tímabili. Gerendur oftast karlmenn undir 35 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×