Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Lögreglan flokkar tilkynningar um tælingar í þrjá flokka eftir alvarleika þeirra. Vísir/Vilhelm Tilkynningar til lögreglunnar vegna tælingar eða annars grunsamlegs háttalags ókunnra gagnvart börnum voru alls 239 á 30 mánaða tímabili frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Í 62 málum hafði meintur gerandi ekki reynt að fá barnið með sér, því var boðið sælgæti, það upplifði sig elt eða bent eðaveifað var í áttina til þess. Í 37 málum fundust fullnægjandi skýringar á málunum, afar að sækja börn, bílum lagt við skóla vegna vinnu eða frásagnir barna sem reyndust svo uppspuni . Eftir standa 140 tilkynningar sem skilgreina má sem hugsanleg tælingarmál, það er mál þar sem fullorðinn, ókunnugur einstaklingur reyndi að nálgast börn eða ungmenni á einhvern máta. Í skýrslu lögreglunnar um tælingarmál á sama tímabili kemur fram að í þremur málanna voru börn tekin, farið með þau í burtu og brotið á þeim kynferðislega. Tvö brotanna, sem bæði áttu sér stað á þessu ári, eru upplýst en í því þriðja, sem er frá árinu 2012 en var rannsakað 2013, er gerandi óþekktur, en málið kom ekki til kasta lögreglu fyrr en mörgum mánuðum eftir atvikið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka allar slíkar tilkynningar alvarlega og að oft sé mikil vinna lögð í slík mál þó oft sé eftir litlu að fara. „Öllum þessum tilkynningum er fylgt eftir. Við tölum við börnin og foreldrana og reynt er að komast eins langt í málinu og hægt er. Oft eru eðlilegar skýringar en það er betra að tilkynna oftar heldur en sjaldnar til lögreglu og um að gera að vera ekkert að hika við það.“Lögreglan Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir betra að tilkynna oftar en sjaldnar ef grunur leikur á einhverju misjöfnu.Lögreglan flokkar tilkynningar í þrjá flokka eftir alvarleika málsins. Í fyrsta flokki eru tilkynningar þar sem meintur gerandi hafði boðið barninu far eða reynt að fá það með sér án þess að snerta það. Í þessum flokki lentu 112 tilkynningar eða 80 prósent allra málanna. Í flokki tvö lentu tilkynningar þar sem barnið var snert, gripið í það, það elt eða fengið til að fylgja geranda án þess að reynt væri að brjóta á því kynferðislega, atvik þar sem fullorðinn var með kynferðislega tilburði eða orðalag við barn eða vísvitandi var reynt að villa um fyrir því til dæmis með því að segja að mamma þess hefði slasað sig og barnið ætti að koma með til að hitta hana á spítalanum. Alls voru þetta 25 tilkynningar eða 17,6 prósent málanna. Í þriðja flokknum lentu svo þau þrjú mál sem áður var minnst á, þar sem börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. Í flestum málum er talað um að gerandi sé á bíl, en lýsingar eru oft af skornum skammti bæði á ökutækjum og gerendum og því reynist oft erfitt að greina mynstur í tilkynningum sem benda á ákveðinn aðila. Á hinn bóginn hafa komið nokkur mál þar sem lýsing á ökutækjum hefur orðið til þess að upplýsa mál. Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Tilkynningar til lögreglunnar vegna tælingar eða annars grunsamlegs háttalags ókunnra gagnvart börnum voru alls 239 á 30 mánaða tímabili frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Í 62 málum hafði meintur gerandi ekki reynt að fá barnið með sér, því var boðið sælgæti, það upplifði sig elt eða bent eðaveifað var í áttina til þess. Í 37 málum fundust fullnægjandi skýringar á málunum, afar að sækja börn, bílum lagt við skóla vegna vinnu eða frásagnir barna sem reyndust svo uppspuni . Eftir standa 140 tilkynningar sem skilgreina má sem hugsanleg tælingarmál, það er mál þar sem fullorðinn, ókunnugur einstaklingur reyndi að nálgast börn eða ungmenni á einhvern máta. Í skýrslu lögreglunnar um tælingarmál á sama tímabili kemur fram að í þremur málanna voru börn tekin, farið með þau í burtu og brotið á þeim kynferðislega. Tvö brotanna, sem bæði áttu sér stað á þessu ári, eru upplýst en í því þriðja, sem er frá árinu 2012 en var rannsakað 2013, er gerandi óþekktur, en málið kom ekki til kasta lögreglu fyrr en mörgum mánuðum eftir atvikið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka allar slíkar tilkynningar alvarlega og að oft sé mikil vinna lögð í slík mál þó oft sé eftir litlu að fara. „Öllum þessum tilkynningum er fylgt eftir. Við tölum við börnin og foreldrana og reynt er að komast eins langt í málinu og hægt er. Oft eru eðlilegar skýringar en það er betra að tilkynna oftar heldur en sjaldnar til lögreglu og um að gera að vera ekkert að hika við það.“Lögreglan Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir betra að tilkynna oftar en sjaldnar ef grunur leikur á einhverju misjöfnu.Lögreglan flokkar tilkynningar í þrjá flokka eftir alvarleika málsins. Í fyrsta flokki eru tilkynningar þar sem meintur gerandi hafði boðið barninu far eða reynt að fá það með sér án þess að snerta það. Í þessum flokki lentu 112 tilkynningar eða 80 prósent allra málanna. Í flokki tvö lentu tilkynningar þar sem barnið var snert, gripið í það, það elt eða fengið til að fylgja geranda án þess að reynt væri að brjóta á því kynferðislega, atvik þar sem fullorðinn var með kynferðislega tilburði eða orðalag við barn eða vísvitandi var reynt að villa um fyrir því til dæmis með því að segja að mamma þess hefði slasað sig og barnið ætti að koma með til að hitta hana á spítalanum. Alls voru þetta 25 tilkynningar eða 17,6 prósent málanna. Í þriðja flokknum lentu svo þau þrjú mál sem áður var minnst á, þar sem börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. Í flestum málum er talað um að gerandi sé á bíl, en lýsingar eru oft af skornum skammti bæði á ökutækjum og gerendum og því reynist oft erfitt að greina mynstur í tilkynningum sem benda á ákveðinn aðila. Á hinn bóginn hafa komið nokkur mál þar sem lýsing á ökutækjum hefur orðið til þess að upplýsa mál.
Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00
Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05
„Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24
Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04
Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07
Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48