Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Guðmanni og félögum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnór Ingvi lagði upp mark Norrköping í dag.
Arnór Ingvi lagði upp mark Norrköping í dag. Mynd/Heimasíða Norrköping
Guðmann Þórisson og félagar í Mjällby unnu gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mjallby berst fyrir lífi sínu í sænsku úrvalsdeildinni þessa dagana og þrátt fyrir að sitja enn í fallsæti náði liðið að saxa á forskot liðanna í sætunum fyrir ofan.

Guðmann byrjaði á varamannabekk Mjallby en kom inná í seinni hálfleik. Arnór Ingvi lagði upp eina mark Norrköping undir lok leiksins.

Þá hafði Gunnar Heiðar Þorsteinsson betur í öðrum Íslendingaslag þegar Hacken mætti Halmstad. Kristinn Steindórsson var að vanda í byrjunarliði Halmstad en gat ekki komið í veg fyrir 1-4 tap.

Úrslit dagsins:

Halmstad 1-4 Hacken

Kalmar 3-1 Falkenbergs

Mjallby 3-1 Norrkoping

Helsingborg 4-1 Elfsborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×