Sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård tilkynnti í morgun að hin brasilíska Marta væri gengin til liðs við félagið.
Þar með er ljóst að hún verður liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur en Rosengård trónir á toppi sænsku deildarinnar með 27 stig af 30 mögulegum.
Marta lék áður með Umeå og Tyresö en síðarnefnda félagið tapaði fyrir Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Marta skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum sem Wolfsburg vann, 4-3.
Tyresö lenti svo í miklum fjárhagslegum kröggum og var félagið lýst gjaldþrota í lok síðasta mánaðar. Allir leikmenn liðsins urðu þar með samningslausir.
