Randers tryggði sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum dönsku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Silkeborg.
Ögmundur Kristinsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Randers en staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus og þurfti því að framlengja leikinn.
Sigurmarkið kom svo á 110. mínútu en það var varamaðurinn Viktor Lundberg sem skoraði það með skalla.
Ögmundur stóð vaktina vel í marki Randers í kvöld og Elmar var nálægt því að koma sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik er hann lét verja frá sér í góðu færi.
Elmar og Ögmundur spiluðu í bikarsigri
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
