Erlent

Ráðist á þinghúsið í Trípólí

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vísir/AP
Skæruliðar í Líbíu réðust inn í þinghúsið í Trípolí í gær og eru sagðir hafa rænt tuttugu þingmönnum og starfsmönnum þingsins.

Hópurinn sem rændi mönnunum segist vera undir stjórn hershöfðingja að nafni Khalifa Hifter en skothríð braust út í kjölfar árásinnar sem stóð yfir fram á nótt.

Níu slösuðust í árásinni og einn lét lífið en um sjötíu manns létust í bardaga á föstudag í atlögu herafla Hifters gegn íslamstrúuðum skæruliðum. Árásinni í gær var beint að þingmönnum sem Hifter og hans menn segja hafa leyft öfgatrúarmönnum að halda landinu í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×