Innlent

Safna átta terabætum daglega

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Grímsvatnagos 2011. Copernicus-áætlunin er sögð eitt af stærri verkefnum ESB.
Grímsvatnagos 2011. Copernicus-áætlunin er sögð eitt af stærri verkefnum ESB. Fréttablaðið/Egill Aðalsteinsson
Landmælingar Íslands eru aðaltengiliður Íslands við Copernicus-áætlun Evrópusambandsins samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ísland á aðild að áætluninni á grundvelli EES.

Frá því er greint í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga, að áætlunin sé gríðarlega viðamikil og taki meðal annars til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðar með nýjustu gervitunglatækni.

„Með þátttöku í Copernicus fær Ísland aðgang að upplýsingum og þjónustu sem sýna stöðu og þróun hinna ýmsu umhverfisþátta, svo sem á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, landnotkunar og loftslagsbreytinga,“ segir í Kvarðanum.

Aðgangur fæst að öllum grunngögnum án gjaldtöku, en gert er ráð fyrir að um átta terabætum verði safnað á dag þegar kerfið verður komið í fulla notkun.

„Og fyrir íslenskt samfélag hleypur verðmæti þessara gervitunglagagna á hundruðum milljóna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×