Vopnin ekki flutt inn með lögformlegum leiðum Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2014 13:16 Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37
Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38
Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27