Vopnin ekki flutt inn með lögformlegum leiðum Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2014 13:16 Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37
Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38
Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27