Verkfall lækna: "Gríðarlegar áhyggjur af komandi viku” Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2014 18:54 Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn. Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn.
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira