Verkfall lækna: "Gríðarlegar áhyggjur af komandi viku” Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2014 18:54 Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira