Stóra kokteilsósumálið: Nanna Rögnvaldar segir sósuna ekki alíslenska Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2014 15:15 vísir/anton/nanna „Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira
„Við getum allavega slegið því föstu strax, sem flestir vissu nú líklega fyrir, að kokkteilsósan er ekki íslensk uppfinning og þúsund eyja sósa er ekki orðin til út frá íslenskri kokkteilsósu. Fremur er það öfugt,“ skrifar Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur á bloggsíðu sína. Vísar hún þar með í ummæli Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem á dögunum fullyrti að kokteilsósan væri alíslensk, fundin upp af Magnúsi Björnssyni á Aski. Kokteilsósunnar fyrst getið árið 1947 - Elsta uppskriftin frá 1951 Nanna lagðist því í rannsóknarvinnu og náði að brjóta málið til mergjar. Hún leitaði meðal annars í hinar ýmsu bækur, á timarit.is og á Facebook til að afla sér upplýsinga um málið. Hún fór allt aftur til ársins 1947 þegar kokteilsósunnar var fyrst getið á Hóteli höll þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Reyndar er óvíst hvort það var majónes-tómatsósa eða bara krydduð tómatsósa,“ skrifar Nanna sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á færslu sinni. Elsta uppskriftin sem hún fann er frá árinu 1951 Sú sósa samanstendur af majónesi, tómatpúrru og rjóma. „Þessi uppskrift er að vísu nokkuð óljós og þrátt fyrir nafnið er spurning hvort þetta telst vera alvöru kokkteilsósa þar sem tómatmaukið virðist vera aðalhráefnið.“Nafnlaus sósa árið 1955 - Á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins Þá fann hún uppskrift frá árinu 1955 í dagblaðinu Vísi sem hún telur öruggt að sé kokteilsósa þrátt fyrir að sósan sé nafnlaus í blaðinu. „Majónes, kryddað vel með tómatsósu og 1-2 skeiðar af sérríi látnar út í,“ segir í uppskriftinni. Svipuð uppskrift var í Morgunblaðinu ári síðar. Kokteilsósa var á boðstólnum á fínni stöðum bæjarins, til að mynda á Leikhúskjallaranum og Naustinu. „Hún var reyndar ekki bara á fínustu stöðunum, kommaveitingastaðurinn Miðgarður á Þórsgötu 1 bauð upp á kokkteilsósu með steikta fiskinum í janúar 1958.“ Það færir okkur til ársins 1959. Í Vikunni það árið má finna uppskrift að kokteilsósu sem svipar til þeirrar gerðar sem Nanna lærði að gera á kokkanámskeiði sextán árum seinna: HP-sósa, tómatsósa, þeyttur rjómi og sérrí. Ekki alls óþekkt „Í jólablaði Vikunnar 1964 er uppskrift að kokkteilsósu með laxi á jólaborðið: majónes, tómatsósa, ensk sósa, hvítvín, e.t.v. þeyttur rjómi. Í ársbyrjun 1965 bauð Þorvaldur í Síld og fiski upp á tilbúna sjávarrétti í kokkteilsósu í verslun sinni. Og þegar U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands sumarið 1966 var honum meðal annars boðið upp á ristaðan silung með kryddsmjöri og kokkteilsósu í veislu í Valhöll á Þingvöllum. Þannig að þótt kokkteilsósan hefði ekki um miðjan sjöunda áratuginn náð viðlíka útbreiðslu og síðar varð var hún að minnsta kosti langt frá því óþekkt.“mynd/nanna rögnvaldarMagnús Björnsson og Valgerður Sigurðardóttir kona hans hófu veitingarekstur í matstofunni í Vík í Keflavík árið 1957. „Samkvæmt því sem Magnús segir í viðtali og vitnað er til hér efst var það ásókn gesta í þúsund eyja sósuna sem varð til þess að kona hans fór að gera tilraunir með hana og úr varð kokkteilsósan. Hann segir ekki frá því í hverju breytingarnar fólust en samkvæmt auglýsingu frá 1996 (birt í tilefni þess að McDonalds fór að bjóða upp á kokkteilsósu) var í henni m.a. majónes, Valstómatsósa og ananassafi.“ Nanna vísar í frásögn sem hún las fyrir um tveimur áratugum síðan. „Þar var sagt að hún hefði orðið til á veitingastað Magnúsar í Keflavík og hefði upphaflega verið gerð úr blöndu af majónesi og bechamelsósu (ljósum hveitijafningi), tómatsósu, ananassafa og fleiru. Þetta kann að hljóma mjög undarlega en blanda af uppbökuðum hveitijafningi og majónesi (stundum kölluð „hálfmajónes“) var ekkert óalgeng á fyrri hluta aldarinnar og það má finna margar uppskriftir í matreiðslubókum.“ Sömu uppskrift er að finna í Mat og drykk, ,4. útgáfu 1966. „Þannig að svona kokkteilsósuuppskrift var allavega til … En hafi upprunalega sósan á Vík verið svona datt bechamelsósan fljótlega út.“Áttu þátt í að breiða út vinsældir sósunnar Veitingastaðurinn Askur opnaði árið 1966 og náði hann strax gríðarlegum vinsældum. Hjónin Magnús og Valgerður buðu upp á sósuna á veitingastað sínum og náði hún - eða svipaðar sósur - fljótt útbreiðslu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar en af því að ég hef ekki uppskriftina sem þau notuðu veit ég það ekki fyrir víst – sé þó ekkert nýtt í því sem ég hef heyrt af nema kannski ananassafann, sem er nú eiginlega alveg horfinn aftur út. En þau áttu sjálfsagt töluverðan þátt í að breiða út vinsældir sósunnar.“ Hér fyrir neðan má finna útgáfu Nönnu af sósunni sívinsælu.mynd/nanna rögnvaldarLúxuskokteilsósa 1 eggjarauða 1/2 tsk sinnep 1 tsk sítrónusafi pipar og salt 200 ml olía 100 g sýrður rjómi (36%), má vera þeyttur rjómi 4 msk tómatsósa 1 msk sérrí 1 msk ananassafi (eða öllu heldur safi úr ananasdós) skvetta af tabascosósu
Tengdar fréttir Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Sjá meira
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56