Innlent

Segir kokteilsósuna alíslenska

Atli Ísleifsson skrifar
Kokteilsósa.
Kokteilsósa. V'isir/Daníel
„Já, hún er alíslensk. Það var Maggi í Ask sem fann þetta upp,“ sagði Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær.Aðspurður um tilkomu kokteilsósunnar segir Úlfar aðMagnús Björnsson í Aski á Suðurlandsbraut hafi verið ansi frjór og skemmtilegur. „Uppátækjasamur með afbrigðum. Skemmtilegur í glasi, þannig að hann hefur fengið hugdettu og framkvæmt. Hann var ekkert að hika við hlutina.“Var þetta ekki tómatsósublandið?„Jú, þetta var Vals tómatsósan,“ segir Úlfar. „Hún var aðeins sæt. Ég held að það hafi nú aldrei verið neinn tómatur í henni, bara eplamauk og svoleiðis.“Úlfar segir að upphaflega kokteilsósan hafi því verið Vals tómatsósa og majónes. „Svo kryddaði hann þetta með sinnepi og pínulítið „Worchester“ til að ná sætubragðinu af.“Þetta er séríslenskt segir þú. En hafa menn ekkert verið að ljósrita þetta annars staðar?„Jú, jú, hún er farin að sjást víða,“ segir Úlfar. „Hún kom svo fljótlega í formi salatdressingar eins og Thousand Island. Þar kemur hún fram. Þetta er maður farinn að sjá á spænskum veitingastöðum. Þetta hefur verið á skandínavískum stöðum líka þar sem íslenskir kokkar eru að vinna á þessum stöðum.“Úlfar ræddi einnig um innkomu hamborarans á íslenskan markað. „Hann kemur með bandaríska hernum. Fyrsti íslenski staðurinn sem kemur með hamborgara var Steingrímur Hermannsson sem opnaði stað í Austurstræti þegar hann kom úr námi í Bandaríkjunum.“Hlusta má á allt innslagið að ofan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.