Leitar konunnar sem tók við Neyðarlínusímtalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2014 11:11 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og skúrinn þar sem sprengingin varð. Vísir/Gestur/Valli „Mig bráðvantar að finna þessa konu og verð afar þakklát ef einhver getur aðstoðað mig við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2 sem leitar konu sem aðstoðaði þrjá unga drengi á Sogavegi eftir gassprengingu fyrir sex árum. Í lok október árið 2008 varð gassprenging í vinnuskúr í Grundargerðisgarði þar sem sex ungmenni hlutu brunasár. Sprengingin er eitt af þeim málum sem tekin verða fyrir í þáttaröðinni Neyðarlínan sem hefur göngu sína að nýju á Stöð 2 í september. „Þetta tiltekna mál hefur mikið forvarnargildi. Krakkarnir voru að sniffa gas í skúrnum og sum þeirra hlutu mjög alvarleg brunasár. Þátturinn um gassprenginguna er einn af sjö sem við erum að leggja lokahönd á þessa dagana.“ Eftir sprenginguna tvístruðust ungmennin í allar áttir. Þrír drengir hlupu niður á Sogaveg og stöðvuðu þar bifreið eftir að hafa sjálfir hringt í Neyðarlínuna. Í bifreiðinni var kona sem tók við símtalinu við Neyðarlínuna og tók stjórn á vettvangi. „Konan gaf hvorki upp nafn né annað í símtalinu svo ég hef ekki fundið aðrar leiðir til að komast að því hver hún er,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Strákarnir telja að um gráa BMW bifreið hafi verið að ræða. „Hún stóð sig mjög vel í erfiðum aðstæðum, gerði sitt besta til að róa ástandið og gat gefið Neyðarlínunni greinargóðar upplýsingar um hvað var í gangi.“ Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Ósk á Facebook eða með því að senda henni línu á sigrunosk@stod2.is. Tengdar fréttir Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07 Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39 Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30 Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56 Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
„Mig bráðvantar að finna þessa konu og verð afar þakklát ef einhver getur aðstoðað mig við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona á Stöð 2 sem leitar konu sem aðstoðaði þrjá unga drengi á Sogavegi eftir gassprengingu fyrir sex árum. Í lok október árið 2008 varð gassprenging í vinnuskúr í Grundargerðisgarði þar sem sex ungmenni hlutu brunasár. Sprengingin er eitt af þeim málum sem tekin verða fyrir í þáttaröðinni Neyðarlínan sem hefur göngu sína að nýju á Stöð 2 í september. „Þetta tiltekna mál hefur mikið forvarnargildi. Krakkarnir voru að sniffa gas í skúrnum og sum þeirra hlutu mjög alvarleg brunasár. Þátturinn um gassprenginguna er einn af sjö sem við erum að leggja lokahönd á þessa dagana.“ Eftir sprenginguna tvístruðust ungmennin í allar áttir. Þrír drengir hlupu niður á Sogaveg og stöðvuðu þar bifreið eftir að hafa sjálfir hringt í Neyðarlínuna. Í bifreiðinni var kona sem tók við símtalinu við Neyðarlínuna og tók stjórn á vettvangi. „Konan gaf hvorki upp nafn né annað í símtalinu svo ég hef ekki fundið aðrar leiðir til að komast að því hver hún er,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Strákarnir telja að um gráa BMW bifreið hafi verið að ræða. „Hún stóð sig mjög vel í erfiðum aðstæðum, gerði sitt besta til að róa ástandið og gat gefið Neyðarlínunni greinargóðar upplýsingar um hvað var í gangi.“ Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Ósk á Facebook eða með því að senda henni línu á sigrunosk@stod2.is.
Tengdar fréttir Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07 Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39 Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30 Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56 Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku. 27. október 2008 22:07
Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk. 27. október 2008 21:39
Enn engar upplýsingar um tildrög sprengingar Sex unglingar liggja enn á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæsludeild Landsspítalans, eftir sprengingu sem varð í vinnuskúr borgarinnar í svonefndum Grundargerðisgarði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi. 28. október 2008 08:30
Skúrinn var verkfæra- og kaffiskúr - Áverkar ungmennanna alvarlegir Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi, var verkfæra- og kaffiskýr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík. 28. október 2008 11:56
Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29. október 2008 18:41