Innlent

Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga

Björgunarsveitarmenn að störfum í grennd við Grundargerði.
Björgunarsveitarmenn að störfum í grennd við Grundargerði. MYND/Stefán

Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku.

Sex ungmenni voru flutt á slysadeild fyrr í kvöld og samkvæmt upplýsingum lögreglu eru fjögur þeirra talsvert slösuð.

Gunnar Örn Pétursson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við Rúv að allt tiltækt lið hafi verið kallað til því strax hafi verið á reiki hversu margir hafi verið í skúrnum og nágrenni hans þegar hann sprakk. Gunnar sagði að virtist sem að 10 til 12 ungmenni hafi verið fyrir utan skúrinn.

70 til 80 björgunarsveitamenn frá fimm björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar aðstoða nú lögreglu við að leita af sér grun um að fleiri unglingar séu slasaðir eftir sprenginguna.

Bústaðakirkja hefur verið opnuð fyrir þá sem voru á slysstað í kvöld og aðstandendur þeirra. Þar verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt.










Tengdar fréttir

Sex ungmenni flutt á slysadeild með brunasár

Sex ungmenni voru fyrir stundu flutt á slysadeild með brunasár eftir að eldur kviknaði að öllum líkindum út frá gasi í litlum skúr í Grundagerði í Reykjavík í kvöld.

Bústaðakirkja opnuð í kjölfar gassprengingar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til þeirra sem voru á slysstað í Grundargerði þegar eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld gefi sig fram og mæti í Bústaðakirkju. Samkvæmt lögreglunnni á höfuðborgarsvæðinu verður upplýsingum safnað saman og sálræn aðstoð veitt. Óljóst er hvort fleiri hafi verið í skúrnum þegar hann sprakk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×