Brotthlaup einstaka manna fremur en klofningur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. febrúar 2014 17:01 Birgir segir margt sameina Sjálfstæðismenn. Vísir/Stefán Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest. ESB-málið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest.
ESB-málið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent