Brotthlaup einstaka manna fremur en klofningur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. febrúar 2014 17:01 Birgir segir margt sameina Sjálfstæðismenn. Vísir/Stefán Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest. ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest.
ESB-málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira