Brotthlaup einstaka manna fremur en klofningur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. febrúar 2014 17:01 Birgir segir margt sameina Sjálfstæðismenn. Vísir/Stefán Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest. ESB-málið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest.
ESB-málið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira