Aron og Arnór: Vorum svolítið skammaðir þegar við vorum yngri Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 17:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira