Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Hrund Þórsdóttir skrifar 7. maí 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52
Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent