Áhorfendur standa á brettum í Úlfarsárdal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 11:06 Vísir/Pjetur Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40