Erlent

Gjaldeyrishöftum aflétt í Argentínu

Elimar Hauksson skrifar
Mynd/Getty
Gjaldeyrishöftum var aflétt í Argentínu í gær en höftin hafa verið í gildi síðan árið 2011.

Jorge Capitanich,ráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að pesóinn hefði nú náð ásættanlegu gengi gagnvart dollaranum og því yrðu viðskipti með dollara heimiluð í kjölfarið.

Pesóinn lækkaði sögulega á fimmtudaginn, stóð í 8,01 gagnvart dollaranum og hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi síðan í samdrættinum í Argentínu árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×