Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir nýútgefna stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu. Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu.
Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56