Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:28 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48