Þingmaður Framsóknar gagnrýnir skrif varaborgarfulltrúa Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 13:54 Jóhanna María og Kristín Soffía Jónsdóttir eru sammála um að umræðan er úti á túni Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi skrifar á facebook síðu sína í dag að hún hafi verið að skila af sér grófri tilfinningakláms grein sem væri ekki fyrir viðkvæma ælupésa. Greinin Jóhönnu er ætlað að vera svar við grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefur vakið mikið umtal upp á síðkastið. Kristín Soffía gagnrýndi í pistli á heimasíðu sinni, hvernig umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri væri orðin. Hún einkenndist af tilfinningaklámi án þess að rökum væri beitt, Þetta magn tilfinningakláms gerði það að verkum að hún væri við það að kasta upp yfir þeim. „Ég vil taka það skýrar fram að þessi texti er ádeila á þá umræðuhefð sem skapast hefur þegar flugvöllurinn er ræddur. Mér finnst fólk sem vill halda honum ekki vera drulludelar ekki frekar en mér finnst fólk sem vill sjá hann annarsstaðar vera 101 pakk sem hatar landsbyggðina," skrifaði Kristín Soffía á heimasíðu sína eftir að greinin hafði vakið sterk viðbrögð. Jóhanna María Sigmundsdóttir er ósammála orðum varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hún segir málefni flugvallarins vera málefni allra, líka þeirra sem búa á landsbyggðinni. Hún sé ekki að tala um flugvöllinn sem slíkan heldur gagnrýna það að fólk tali um tilfinningarunk þegar verið sé að lýsa alvöru ástandsins á landsbyggðinni. „Mér finnst með ólíkindum hvað fólk reynir að beina sjónum frá málefninu og staðreyndum með því að gera lítið úr ótta fólks sem býr við þá nauðsyn að þurfa á flugvellinum að halda þar sem hann er. Áhyggjur um meiri kostnað, lengri vegalengd frá sjúkrahúsi og skerta þjónustu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins eru réttmætar, ekki rúnk." segir Jóhanna María. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi skrifar á facebook síðu sína í dag að hún hafi verið að skila af sér grófri tilfinningakláms grein sem væri ekki fyrir viðkvæma ælupésa. Greinin Jóhönnu er ætlað að vera svar við grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefur vakið mikið umtal upp á síðkastið. Kristín Soffía gagnrýndi í pistli á heimasíðu sinni, hvernig umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri væri orðin. Hún einkenndist af tilfinningaklámi án þess að rökum væri beitt, Þetta magn tilfinningakláms gerði það að verkum að hún væri við það að kasta upp yfir þeim. „Ég vil taka það skýrar fram að þessi texti er ádeila á þá umræðuhefð sem skapast hefur þegar flugvöllurinn er ræddur. Mér finnst fólk sem vill halda honum ekki vera drulludelar ekki frekar en mér finnst fólk sem vill sjá hann annarsstaðar vera 101 pakk sem hatar landsbyggðina," skrifaði Kristín Soffía á heimasíðu sína eftir að greinin hafði vakið sterk viðbrögð. Jóhanna María Sigmundsdóttir er ósammála orðum varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hún segir málefni flugvallarins vera málefni allra, líka þeirra sem búa á landsbyggðinni. Hún sé ekki að tala um flugvöllinn sem slíkan heldur gagnrýna það að fólk tali um tilfinningarunk þegar verið sé að lýsa alvöru ástandsins á landsbyggðinni. „Mér finnst með ólíkindum hvað fólk reynir að beina sjónum frá málefninu og staðreyndum með því að gera lítið úr ótta fólks sem býr við þá nauðsyn að þurfa á flugvellinum að halda þar sem hann er. Áhyggjur um meiri kostnað, lengri vegalengd frá sjúkrahúsi og skerta þjónustu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins eru réttmætar, ekki rúnk." segir Jóhanna María.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira