Veðjar á framtíð tölvutækninnar Freyr Bjarnason skrifar 28. mars 2014 07:00 Spenntur tölvuleikjaðdáandi prófar Oculus á ráðstefnu í Las Vegas. Mynd/AP Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Facebook keypti nýlega fyrirtækið Oculus sem hefur þróað sýndarveruleikatæki sem er ætlað fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sér mikla möguleika í fyrirtækinu, sem hann keypti á yfir 220 milljarða króna. „Farsímar eru tæki nútímans en núna erum við að setja okkur í stellingar fyrir vettvang framtíðarinnar. Mér finnst langmest spennandi sú tækni sem snýst um sjónræna þáttinn eða að breyta því sem þú sérð yfir í kraftmikla upplifun,“ sagði Zuckerberg. „Með þessum samningi er verið að veðja langs tíma á framtíð tölvutækninnar. Ég tel að Oculus gæti verið einn af þessum vettvöngum.“ Oculus hóf starfsemi sína eftir hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter. Fyrirtækið hefur enn ekki sett neina vöru á markað en hefur þess í stað þróað sýndarveruleikatæki sem hefur vakið mikið umtal í tölvuleikjasamfélaginu. Sumir velta fyrir sér hvort Zuckerberg sé orðinn viti sínu fjær með því að eyða 220 milljörðum króna í kaup á fyrirtækinu innan við fimm vikum eftir að hann festi kaup á farsímaforritinu WhatsApp á yfir tvö þúsund milljarða króna. Engu að síður er ljóst að hann er farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi tækniþróun og virðist ætla sér að gera Facebook að meiru en bara samfélagsmiðli. Gaman verður að sjá hvort þetta skrítna tæki, Oculus, eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni eins og Zuckerberg gerir sér vonir um.Ánægður með áhuga Facebook Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur verið í samstarfi við Oculus um sýndarveruleikaútgáfu leikjarins Eve: Valkyrie. Aðspurður segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fullsnemmt að gefa út um það hvort kaup Facebook á Oculus mun hafa einhverja þýðingu fyrir CCP. „Við erum ánægðir með að risastórt fyrirtæki eins og Facebook sýnir þessu tækniundri þennan áhuga. Það er gott að fleiri deila þessum áhuga,“ segir Hilmar Veigar og bætir við að „þetta sýndarveruleikafyrirbæri“ sé að verða sífellt mikilvægara. Hann kveðst ekki geta greint frá því hvenær EVE: Valkyrie er væntanlegur í samstarfi við Oculus. Marc „Notch“ Persson, höfundur tölvuleikjarins Minecraft, hefur aftur á móti engan áhuga á að vinna með Facebook. Eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á Oculus hætti hann við áætlun um að gefa út sýndarveruleikaútgáfu af Minecraft í gegnum Oculus. Ástæðan sem hann gaf upp var sú að hann treysti ekki Facebook.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira