Mögulegt brak fundið á nýja leitarsvæðinu

Frá þessu er sagt á vef BBC.
Yfirvöld í Ástralíu segja í yfirlýsingu að skip þurfi að finna hlutina á nýjan leik svo hægt sé að fá úr því skorið hvort um sé að ræða flak úr vélinni. Mögulega gæti það gerst í nótt eða í fyrramálið.
Fyrst sá áhöfn flugvélar frá Nýja Sjálandi fljótandi hluti. Farið var á ástralskri flugvél til að finna hlutina aftur og sögðust áhafnameðlimir hafa séð ferhyrnda hluti sem væru gráir eða bláir á lit, fljótandi í Indlandshafi.
Tengdar fréttir

Fengu fréttirnar í smáskilaboðum
Aðstandendur farþeganna 239 um borð í vél Malaysia Airlines, sem talin er hafa hrapað í Indlandshaf, eru sorgmæddir og reiðir.

Leitað á nýjum stað á Indlandshafi
Leitarsvæðið á Indlandshafi þar sem talið er að farþegaþota Malaysina Airlines hafi hrapað í sjóinn hefur verið fært til og er það nú mun nær Ástralíu en áður.

Leitarvélum fjölgað á Indlandshafi
Átta flugvélar búnar öflugum leitarbúnaði taka nú þátt í aðgerðinni.

Flugleið vélarinnar á korti
Flugvélinni var flogið langt yfir suður-Indlandshaf.

Þvertekur fyrir að faðir sinn sé ábyrgur fyrir hvarfi vélarinnar
Yngsti sonur flugmanns flugs MH370 frá Malasíu tjáir sig við Fjölmiðla.

Samúðarskilaboð í Malasíu
Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag.

Flugvélin fórst í Suður-Indlandshafi
Ný gögn sýna síðustu staðsetningu vélarinnar yfir miðju suður-Indlandshafi. Hefði ekki náð til flugvallar þaðan.