Innlent

Verkalýðsfélögin vilja ekki taka ábyrgð á kjaradeilu við lækna

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Vísir/GVA/GVA
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að verkalýðsfélögin muni sækja launahækkanir í næstu kjarasamningum. Hún segir verkalýðsfélögin styðja lækna í sinni kjaradeilu en ekki komi til greina að þau axli meiri ábyrgð á velferðarkerfinu en þau gera. Hækkun á komugjöldum í heilbrigðisþjónustu komi til dæmis hart við sjúkrasjóði félaganna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vill skoða sátt á almennum launamarkaði um launahækkun til lækna án þess að aðrar stéttir hækki líka. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld séu að axla ábyrgð, engum sé greiði gerður með því að samið verði um óraunhæfar launahækkanir til lækna. 

Samningafundur í deilunni hófst klukkan fjögur. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, sagðist vongóð fyrir fundinn en bætti við að það hefði  hún verið í átta mánuði.

Tengdar fréttir

Verkfall lækna hófst á miðnætti

Tveggja sólarhringa langt verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknasviði Landspítalans, á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hófst á miðnætti.

Sjúkraliðar hrekjast úr starfi vegna slæmra vinnuskilyrða

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir það hafa aukist að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum ófaglærðra svo sem ræstingum og í býtibúrum. Margir þeirra hafi beinlínis hrakist frá störfum vegna lélegra vinnuskilyrða.

„Læknar eiga engra annarra kosta völ“

Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands.

Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót

Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf.

Skurðlæknar hefja verkfallsaðgerðir

Boðað hefur verið til samningafundar ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag og skurðlæknar hafa verið boðaðir til fundar á morgun, en verkfall þeirra hófst í morgun og verður í þrjá daga.

Stefna að stofnanasamningum við lækna

Kjarafundur lækna og ríkisins í morgun skilaði engu segir formaður samninganefndar lækna. Samninganefnd ríkisins mun hins vegar leggja til að stofnanasamningar verði gerðir samhliða kjarasamningum, samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaráðuneytinu. Ljóst er að slíkir samningar eru mjög undeildir meðal lækna.

Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn

Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×