Sjúkraliðar hrekjast úr starfi vegna slæmra vinnuskilyrða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Að sögn formanns Sjúkraliðafélagsins er sjúkraliðum oft gert að sinna störfum sem séu ekki í þeirra verksviði. Undanfarin ár hefur það færst í aukana að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum sem eru ekki innan þeirra verksviðs. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir félagsmenn ósátta og það sé verið að hrekja þá frá störfum. „Það er búið að vera í gangi í mjög langan tíma að störf ófaglærðra hafa verið að færast á hendur sjúkraliða. Við höfum mótmælt þessu og líka því að í einhverjum tilvikum er verið að ráða hjúkrunarnema í störf sjúkraliða. Sjúkraliðar eru lögvarin heilbrigðisstétt sem er menntuð til þess að sinna hjúkrun en ekki til þess að vera í ræstingu eða býtibúrsstörfum,“ segir Kristín. Hún segir dæmi um þetta bæði á spítölum og hjúkrunarheimilum. „Við höfum alveg verið sammála þeirri stefnu að afsjúkrahúsavæða hjúkrunarheimilin en engu að síður hefur það orðið til þess að þar er verið að setja sjúkraliða í störf sem ófaglærðir höfðu gegnt fram að þessu. Þetta hefur tilheyrt meira inni á hjúkrunarheimilunum og þá í takt við þessa Eden-stefnu þar sem allir eiga að starfa jafnt. Við höfum þá sagt, af hverju á það þá ekki við alla menntaða heilbrigðisstarfsmenn, lækna og hjúkrunarfræðinga líka, ekki bara sjúkraliðana,“ segir Kristín.kRISÍN á. gUÐMUNDSDÓTTIRHún segir oft lítinn greinarmun gerðan á menntun sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks. „Þessu höfum við mótmælt við landlæknisembættið og stofnanirnar sjálfar en lítið orðið ágengt í því.“ Kristín segir marga sjúkraliða vera afar ósátta við það hvernig komið sé fram við þá. Sums staðar hafi verið farin sú leið að skerða starfshlutfall þeirra til að ná fram sparnaði og sé þá unnið á styttri vöktum sem komi sér illa fyrir starfsfólkið. Vegna lélegra vinnuskilyrða séu því margir sjúkraliðar fluttir úr landi eða hafi snúið sér að öðrum störfum. „Það er búið að vera að hrekja þá í burtu. Við höfum rætt það í kjaraviðræðum að það verði að byrja á því að koma almennilega fram við sjúkraliða til þess að þeir haldist í þessum störfum.“ Hún segir félagsmönnum hafa fækkað í undanfarin ár. „Það er mjög undarleg þróun að vera með fólk, sem er búið að mennta sig í 6-7 annir og sumir lengur, í að sinna svo þessum störfum. Það er ekki þjóðfélagslegur hagnaður af þessu, það er alveg ljóst,“ segir hún og kallar eftir úrbótum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum sem eru ekki innan þeirra verksviðs. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir félagsmenn ósátta og það sé verið að hrekja þá frá störfum. „Það er búið að vera í gangi í mjög langan tíma að störf ófaglærðra hafa verið að færast á hendur sjúkraliða. Við höfum mótmælt þessu og líka því að í einhverjum tilvikum er verið að ráða hjúkrunarnema í störf sjúkraliða. Sjúkraliðar eru lögvarin heilbrigðisstétt sem er menntuð til þess að sinna hjúkrun en ekki til þess að vera í ræstingu eða býtibúrsstörfum,“ segir Kristín. Hún segir dæmi um þetta bæði á spítölum og hjúkrunarheimilum. „Við höfum alveg verið sammála þeirri stefnu að afsjúkrahúsavæða hjúkrunarheimilin en engu að síður hefur það orðið til þess að þar er verið að setja sjúkraliða í störf sem ófaglærðir höfðu gegnt fram að þessu. Þetta hefur tilheyrt meira inni á hjúkrunarheimilunum og þá í takt við þessa Eden-stefnu þar sem allir eiga að starfa jafnt. Við höfum þá sagt, af hverju á það þá ekki við alla menntaða heilbrigðisstarfsmenn, lækna og hjúkrunarfræðinga líka, ekki bara sjúkraliðana,“ segir Kristín.kRISÍN á. gUÐMUNDSDÓTTIRHún segir oft lítinn greinarmun gerðan á menntun sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks. „Þessu höfum við mótmælt við landlæknisembættið og stofnanirnar sjálfar en lítið orðið ágengt í því.“ Kristín segir marga sjúkraliða vera afar ósátta við það hvernig komið sé fram við þá. Sums staðar hafi verið farin sú leið að skerða starfshlutfall þeirra til að ná fram sparnaði og sé þá unnið á styttri vöktum sem komi sér illa fyrir starfsfólkið. Vegna lélegra vinnuskilyrða séu því margir sjúkraliðar fluttir úr landi eða hafi snúið sér að öðrum störfum. „Það er búið að vera að hrekja þá í burtu. Við höfum rætt það í kjaraviðræðum að það verði að byrja á því að koma almennilega fram við sjúkraliða til þess að þeir haldist í þessum störfum.“ Hún segir félagsmönnum hafa fækkað í undanfarin ár. „Það er mjög undarleg þróun að vera með fólk, sem er búið að mennta sig í 6-7 annir og sumir lengur, í að sinna svo þessum störfum. Það er ekki þjóðfélagslegur hagnaður af þessu, það er alveg ljóst,“ segir hún og kallar eftir úrbótum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira