Innlent

Stefna að stofnanasamningum við lækna

Linda Blöndal skrifar
Með stofnanasamningum yrðu launaflokka settir saman innan hverrar einnar heilbrigðisstofnunar. Launaflokkarnir hefðu svo áhrif á laun lækna eftir því hvernig ólíka störf þeirra yrðu metin.

Draga myndi úr miðstýringu launaflokka og útfærsla kjarasamninga verða meira á hendi yfirstjórnar hverrar stofnunar. Samninganefnd lækna segist þó ekki kannast við að neitt slíkt sé uppi á borðum og ljóst að stofnanasamningar verða umdeildir.

Deilt um meint einkavæðingaáform

Í sérstökum umræðum um læknaverkfallið á Alþingi sagði Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokkinn hafa stefnt á aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og læknaverkfallið hvetji til þess að lengra verði stefnt í þá átt. Heilbrigðisráðherra segir hins vegar engin áform um að einvæðingu kerfisins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðunum að flokkurinn hefði ályktað um árabil að heilbrigðiskerfið ætti að reka með opinberu fé.

700 aðgerðum frestað með lengra verkfalli

Tveggja sólarhringa verkfall Læknafélags Íslands á skurðlækningasviði og geðsviði Landspítala lýkur núna á miðnætti og klukkan fjögur í dag hefja læknar í Skurðlæknafélags Íslands aftur störf. Á annað hundrað viðtölum hefur verið frestað á geðsviði og tæplega 190 aðgerðum verið frestað frá því að aðgerðir hófust auk 45 sérhæfðra augnaðgerða. Verði af öllum þremur verkfallslotunum er áætlað að um 700 skurðaðgerðir frestist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×