Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði fyrir Norrköping

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Mynd/Guðmundur Bjarki
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum fyrir lið sitt, Norrköping, í kvöld.

Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark liðsins, og jafnaði leikinn, er liðið vann 1-3 sigur á Carlstad United í sænsku bikarkeppninni.

2. deildarliðið náði að stríða úrvalsdeildarliðinu því það leiddi 1-0 í hálfleik.

Arnór Ingvi jafnaði á þriðju mínútu seinni hálfleik og Norrköping kláraði leikinn með tveim mörkum á síðustu tólf mínútum leiksins.

Þetta var leikur í annarri umferð keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×