Stjórnmálaflokkar fá kjörskrár áfram þótt engin heimild sé í lögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram og þess óska fá afhenta kjörskrárstofna í aðdraganda kosninga samkvæmt hefð. Fréttablaðið/Pjetur Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira