ÍBV gerði góða ferð upp á land í kvöld og vann Selfoss, 1-0, í Suðurlandsslag í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta en leikið var á heimavelli Selfyssinga.
Eina mark leiksins skoraði framherjinn VíðirÞorvarðarson úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma og sigldu Eyjamenn því með þrjú stig heim.
Sigurinn lyftir ÍBV upp í þriðja sæti riðilsins með 10 stig en Stjarnan og Víkingur eru þar fyrir ofan með 11 stig. Þau eiga aftur á móti leik til góða á ÍBV.
Selfyssingar eru í 7. og næstneðsta sæti með sex stig eftir tapið í kvöld og hafa einnig leikið einum leik meira en öll liðin nema ÍBV.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.
Víðir skaut ÍBV í þriðja sætið í uppbótartíma
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn