Lögreglunni á Selfossi þótti ekki tilefni til þess að ákæra Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing fyrir myndir af kynfærum sem hún sýndi fermingarbörnum í bænum.
Sigríður Dögg Arnardóttur kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, birtir á heimasíðu sinni í dag kynfæramyndirnar sem hún sýndi tilvonandi fermingarbörnum á Selfossi á dögunum. Um var að ræða fyrirlestur um samskipti kynjanna sem hún hélt í Selfosskirkju að frumkvæði kirkjunnar.
Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku lögðu foreldrar barns í hópnum fram kæru á hendur Séru Ninnu Sif Svavarsdóttur, æskulýðsprests í Selfosskirkju. Töldu foreldrarnir Ninnu Sif ábyrga fyrir þeirri háttsemi sem fram fór í kirkjunni, þ.e. að Sigga Dögg sýndi fermingarbörnunum umræddar myndir.
Lögreglan tók málið til rannsóknar en komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til þess að leggja fram ákæru því ekki væru líkur á sakfellingu.
„Loksins loksins loksins loksins eru allar kynfæramyndirnar komnar saman!“ skrifaði Sigga Dögg með myndunum sem hún birti á síðu sinni í dag.
Sigga Dögg birtir kynfæramyndirnar umdeildu

Tengdar fréttir

Æskulýðsprestur ekki ákærður
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir var kærð til lögreglu fyrir að sýna börnum myndir af kynfærum í fermingarfræðslu.

„Hvað er meira æsandi en að segja: Ég vil ríða þér núna“
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, varð kornung upptekin af ástinni. Hún vill opna umræðu og samskipti um kynlíf sem hún segir lykilinn að góðu kynlífi.