Egypskir dauðadómar vekja hörð viðbrögð Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. mars 2014 07:00 Egypskir lögreglumenn á verði við dómshúsið í Minja í Egyptalandi í gær. Nordicphotos/AFP Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011. Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Verjendur nærri sjö hundruð sakborninga létu ekki sjá sig í gær í dómssal í bænum Minja, skammt suður af Kaíró, þegar kveða átti upp dóm eftir harla hraðsoðin réttarhöld. Dómarinn, Saíd Jússef Elgazar, brást við með því að fresta dómsuppkvaðningu til 28. apríl, en sagði jafnframt að réttarhöldunum yrði hraðað eftir megni. Á mánudaginn dæmdi sami dómari 529 manns á einu bretti til dauða, eftir álíka hraðsoðin réttarhöld þar sem verjendum var meinað að tala máli skjólstæðinga sinna. „Ég hef aldrei séð annað eins á allri minni tíð sem lögfræðingur,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Adel Aly, einum af lögmönnum sakborninganna. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð, jafnt innanlands sem erlendis. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fordæmt réttarhöldin og segja dauðadómana vera „fáránlegt dæmi um annmarka á egypsku réttarfari og óhlutdrægni þess“. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa miklar áhyggjur af dauðadómunum og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir á Twitter-síðu sinni réttarhöldin afkáraleg: „Meira en 500 manns dæmdir til dauða eftir eitt einasta dómþing í Egyptalandi. Það versta sem sést hefur á heimsvísu.“ Sakborningarnir eru flestir liðsmenn eða stuðningsmenn Bræðralags múslima og tóku þátt í mótmælum til stuðnings Mohammed Morsi, sem egypski herinn steypti af stóli forseta í júlí á síðasta ári. Nýja stjórnin, sem tók við völdum eftir að Morsi hafði verið bolað burt, hefur gengið hart fram gegn stuðningsmönnum Morsis. Um 16 þúsund manns hafa verið handteknir síðan síðasta sumar. Dómarinn Elgazar er sagður hafa áður kveðið upp umdeilda dóma. Þar á meðal er nefndur til dómsúrskurður hans frá í janúar í fyrra, þegar hann sýknaði lögreglumenn sem sakaðir voru um að hafa myrt mótmælendur í byltingunni gegn Hosni Mubarak árið 2011.
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira