Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2014 19:00 Ban Ki-moon á flugvellinum í Ilulissat við Diskó-flóa. Þar var 20 stiga frost. SÞ/Mark Garten. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira